Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. janúar 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Pulisic alvarleg - Verður frá í nokkra mánuði
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: EPA
Christian Pulisic, kantmaður Chelsea, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla.

Graham Potter, stjóri Chelsea, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Bandaríkjamaðurinn verði lengi frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Manchester City á dögunum.

Potter sagði fyrst að Pulisic yrði frá í nokkrar vikur en eftir frekari skoðanir er ljóst að hann verður mun lengur frá.

Raheem Sterling fór einnig meiddur af velli gegn City en það er vonast til þess að hann verði ekki eins lengi frá og Pulisic.

Chelsea landaði í dag portúgalska landsliðsmanninum Joao Felix á láni frá Atletico Madrid. Hann getur leyst þá stöðu sem Pulisic spilar og eykur breiddina framarlega á vellinum.

Chelsea spilar annað kvöld við Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner