Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. febrúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
„Borga náunga fyrir að segja það sem ég segi á Twitter"
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: Getty Images
Jean-Philippe Mateta, sóknarmaður Crystal Palace, heldur dagbók fyrir sjálfan sig en lætur samfélagsmiðla vera.

„Ég borga náunga fyrir að segja allt sem ég segi á Twitter. Ég vil forðast samfélagsmiðla því ég veit að það hefur ekki jákvæð áhrif á mig að lesa allt sem skrifað er um mig," segir Mateta.

Fjölmargir atvinnumenn í fótbolta borga fyrir þá þjónustu að séð er um samfélagsmiðla í þeirra nafni og Mateta fer ekki leynt með að vera einn af þeim.

Mateta er 23 ára og kom til Palace á 18 mánaða lánssamningi í janúarglugganum.

Þrátt fyrir að Mateta forðist að sjá neikvætt umtal á samfélagsmiðlum er hann vanur ýmsi. Hann þurfti að hafa fyrir hlutunum í æsku en hann ólst upp í Sevran, úthverfi Parísar, þar sem talsvert er um fátækt.

„Þar var eðlilegt að láta mann heyra það, jafn eðlilegt og að heilsa. Þegar maður spilaði fótbolta í hverfinu með fullorðnum einstaklingum þá fékk maður að heyra það. Ef maður spilaði ekki vel þá fékk maður að kenna á því," segir Mateta.

Mateta spilaði sinn fyrsta leik fyrir Palace í 2-0 tapinu gegn Leeds á dögunum.
Athugasemdir
banner