Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. febrúar 2021 17:02
Elvar Geir Magnússon
Ingibjörg skoraði í vítaspyrnukeppni sem tapaðist
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby og Valerenga áttust við í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er lykilmaður hjá Valerenga og spilaði allan leikinn.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, ekkert var skorað í framlengingu og úrslit réðust því í vítaspyrnukeppni.

Bröndby skoraði úr öllum spyrnum sínum og er því komið í 16-liða úrslit. Ingibjörg tók fyrstu spyrnu Valerenga og skoraði en Bröndby vann vítakeppnina 5-4.

Upphaflega áttu liðin að mætast í tveimur leikjum í desember en var frestað vegna kórónaveirunnar. Þá er ekki hægt að spila í Noregi og var því ákveðið í samvinnu við UEFA að spila einn leik í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner