fim 11. febrúar 2021 23:10
Victor Pálsson
Telur að Chelsea eigi framtíðar fyrirliða Englands
Mount í baráttunni við Kára Árnason.
Mount í baráttunni við Kára Árnason.
Mynd: Getty Images
Mason Mount gæti fengið fyrirliðabandið hjá Chelsea og Englandi í framtíðinni að sögn John Terry.

Terry er goðsögn bæði Chelsea og enska landsliðsins en hann hefur lagt skóna á hilluna eftir farsælan feril.

Mount hefur spilað glimrandi vel með Chelsea í vetur og hefur Terry mikla trú á þessum 22 ára gamla strák.

„Mason Mount er 100 prósent framtíðar fyrirliði Chelsea," sagði Terry við aðdáendur sína á Instagram.

„Hann hefur verið besti leikmaður Chelsea á tímabilinu. Hann er frábær strákur og æfir ótrúlega vel."

„Hann er blár út í gegn og sýnir leiðtogahæfileika. Að mínu mati verður hann fyrirliði Chelsea og Englands."
Athugasemdir
banner
banner