Jude Bellingham skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Real Madrid gegn Girona í gær en fór meiddur af velli eftir tæplega klukkutíma leik.
Spænska félagið hefur staðfest að um slæma tognun á ökkla er að ræða og hann verður líklega frá næstu 2-3 vikurnar.
Ljóst er að hann mun missa af fyrri leik liðsins gegn RB Leipzig á Red Bull Arena í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.
Bellingham hefur verið stórkostlegur í treyju Real Madrid á þessari leiktíð en hann gekk til liðs við félagið frá Dortmund í sumar. Hann hefur skorað 20 mörk og lagt upp átta í 29 leikjum.
Athugasemdir