KSÍ TV er komið í Sjónvarp Símans eftir mikla undirbúningsvinnu síðustu árin. Fyrir vikið verða leikir yngri landsliða Íslands og aðrir fótboltaviðburðir aðgengilegri fyrir almenning.
KSÍ TV verður því með sína eigin efnisveitu í Sjónvarpi Símans þar sem allir landsleikir sem ekki eru réttindavarðir verða sýndir.
Fyrstu leikirnir sem sýndir voru á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans voru leikir U19 ára landsliðs kvenna í alþjóðlegu æfingamóti í Portúgal.
Næstu leikir á dagskrá eru leikir U17 ára landsliðs kvenna í seinni undanriðli í undankeppni fyrir EM 2024, sem fer einnig fram í Portúgal.
Aðgangurinn á KSÍ TV er ókeypis, en skrá þarf símanúmer og nota rafræn skilríki til að búa til aðgang.
Athugasemdir