Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 11:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes um Kalvin Phillips: Hann mun komast í gegnum þetta
Mynd: Getty Images

Kalvin Phillips miðjumaður West Ham hefur ekki byrjað vel hjá liðinu eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Man City á láni í janúar.


Hann var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik gegn Bournemouth þar sem slæm mistök hjá honum urðu til þess að Dominic Solanke kom Bournemouth yfir.

Hann byrjaði síðan á bekknum í næsta leik gegn Man Utd en kom inn á sem varamaður þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

David Moyes stjóri West Ham er stannfærður um að Phillips nái að sýna sitt rétta andlit.

„Kalvin hefur verk að vinna. Hann hefur eitthvað aðsanna. Stundum í fótbolta koma tímar þar sem þú verður að standa upp og segja: 'Ég verð að bretta upp ermarnar og sýna hvað ég get'," sagði Moyes.

„Það gengur ekki alltaf upp en þú verður að finna leið í gegnum það. Hann mun komast í gegnum það. Hann þarf tíma og þarf að fá tækifæri til þess, ég vona að við getum það."


Athugasemdir
banner
banner