Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 01. febrúar 2024 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algjör martraðarbyrjun hjá Kalvin Phillips
Það er óhætt að segja að Kalvin Phillips hafi byrjað feril sinn hjá West Ham hörmulega.

Hann gekk í raðir félagsins á dögunum á láni frá Englands- og Evrópumeisturum Manchester City. Hann komst ekki í liðið hjá Pep Guardiola.

Hann fór beint inn í byrjunarliðið gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann byrjaði á því að gefa mark eftir aðeins þrjár mínútur.

Hann átti slæma sendingu sem rataði á Dominic Solanke sem skoraði fyrsta mark leiksins. Staðan er 1-0 þegar þessi frétt er skrifuð.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner