Franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder er hugsanlega á leið til ítalska félagsins Venezia.
Hann er án félags í augnablikinu og getur því skipt um félag utan gluggans.
Hann er án félags í augnablikinu og getur því skipt um félag utan gluggans.
Venezia er að íhuga að semja við Ben Yedder en stjórn félagsins á eftir að taka ákvörðun um möguleg skipti. Ástæðan eru vandræði Ben Yedder utan vallar en þau hafa áhrif.
Ben Yedder var á síðasta ári dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Fjallað var um það í frönskum fjölmiðlum að Ben Yedder hefði verið blindfullur eftir viskídrykkju. Hann hafi keyrt með konunni, sem er fædd 2001, í bílakjallara og reynt sjálfsfróun fyrir framan hana á meðan hann snerti á henni lærin. Konan hafi síðan flúið út úr bílnum og farið í felur.
Núna gæti hann orðið liðsfélagi Mikaels Egils Ellertssonar og Bjarka Steins Bjarkasonar hjá Venezia á Ítalíu en stjórn félagsins á eftir að taka ákvörðun um þetta. Gianluca Di Marzio segir að verið sé að ræða þetta innan félagsins en ákvörðun muni liggja fyrir síðar í þessari viku.
Ben Yedder hefur undanfarin ár verið einn besti sóknarmaðurinn í Frakklandi og á hann að baki leiki fyrir ógnarsterkt landslið Frakklands.
Athugasemdir