Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta hressari en um síðustu helgi: Góður undirbúningur
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var aðeins ánægðari í dag en eftir tapið gegn Liverpool um síðustu helgi.

Arsenal vann öruggan útisigur á Sheffield United í kvöld, 3-0.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig við spiluðum, við skoruðum flott mörk og stjórnuðum leiknum eins og við vildum gera. Mér fannst við vera flottir frá byrjun," sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Granit Xhaka byrjar í vinstri bakverði en það er möguleiki fyrir hann."

Bukayo Saka og Gabriel Martinelli urðu fyrir hnjaski í leiknum í kvöld. „Það síðasta sem við þurfum á að halda eru önnur meiðsli en hann (Saka) fann fyrir einhverju í læri. Martinelli sneri upp á ökklann sinn en hann er harður af sér."

„Lacazette klúðraði tveimur góðum færum gegn Slavia Prag og hann þurfti á þessum mörkum að halda. Hann er búinn að vera að spila vel."

Næsti leikur Arsenal er útileikur við Slavia Prag í Evrópudeildinni. Lundúnaliðið gerði jafntefli á heimavelli, 1-1.

„Leikurinn í kvöld var góður undirbúningur fyrir leikinn á fimmtudagnn. Loksins héldum við hreinu," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner