Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 11. apríl 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho fannst Pogba kannski eiga að fá rautt spjald
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, tjáði sig um VAR eftir tapið gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég skil ekki neitt lengur varðandi VAR. Ég horfði á Fulham gegn Wolves og ég skil ekki neitt lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Maður þorir ekki lengur að fagna mörkum," sagði Mourinho.

VAR er mikið í umræðunni eftir þennan leik þar sem mark var dæmt af Man Utd.

McTominay var á gulu spjaldi og Mourinho vildi fá rautt á hann eftir það. Mourinho telur mögulega einnig að Paul Pogba hafi átt að fá rautt spjald í leiknum.

„Við vorum óheppnir því (Paul) Pogba átti kannski að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier."

Það fannst ekki myndband til að fara með fréttinni.


Athugasemdir