Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 11. maí 2021 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Ætlum í sögubækurnar
Mynd: EPA
Brendan Rodgers var himinlifandi eftir 1-2 sigur Leicester City gegn Manchester United á Old Trafford.

Þetta var fyrsti sigur Leicester á Trafford í rúm 20 ár og nældi liðið sér jafnframt í gríðarlega mikilvæg stig í Meistaradeildarbaráttunni.

Næsti leikur Leicester er á laugardaginn. Það er bikarúrslitaleikur gegn Chelsea.

„Þetta er frábær sigur og sérstaklega frábært fyrsta mark sem við skoruðum. Ég er mjög ánægður að sjá þessi viðbrögð eftir lélega frammistöðu í síðasta leik," sagði Rodgers og átti þá við 2-4 tap á heimavelli gegn Newcastle

„Það er frábært að fara inn í bikarúrslitin með þennan sigur á bakinu. Í kvöld mættum við úrslitaliði úr Evrópudeildinni og næst mætum við úrslitaliði úr Meistaradeildinni. Við verðum tilbúnir og ætlum að reyna að komast í sögubækurnar."

Sigur Leicester í kvöld tryggði Manchester City titilinn og hrósaði Rodgers kollega sínum Pep Guardiola og lærisveinum hans.

„Pep og félagar verðskulda titilinn. Þeir eru með stórkostlegan stjóra og ótrúlega leikmenn."

Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og nægir fjögur stig úr síðustu tveimur umferðunum til að tryggja Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner