Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 11. maí 2022 20:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hermann: Áttum ekki skilið að tapa
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og KR mættust í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum sóttu þrjú stig til Eyja þar sem lokatölur voru 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

Þetta var grautfúlt, við erum allir hrikalega svekktir. Við áttum ekki skilið að tapa hér í dag, við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik, við fengum bestu færin. Þetta er gríðarlega svekkjandi“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.

Hermann var þrátt fyrir tapið mjög ánægður með sína menn.

„Ég er rosalega stoltur af liðinu og bara ánægður með liðið, með vinnuframlagið, baráttuna, þéttleikann og fókusinn, bara allt þetta sem skiptir til að vinna fótboltaleik. Það var til staðar í dag,“ sagði Hermann sem gerði þrjár breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag. Það vakti talsverða athygli að hinn reynslu mikli Guðjón Pétur var ekki í byrjunarliði Eyjamanna.

„Það er bara fullt af leikjum og mikið álag, svo vill maður nýta hópinn aðeins,“ sagði Hermann þegar hann var spurður út í breytingarnar á liðinu.

ÍBV staðfesti í dag komu Elvis Bwomono, Hermann þekkir Elvis frá tíma sínum sem aðstoðarþjálfari Southend United á Englandi.

„Hann er frábær fótboltamaður, ég þekki hann mjög vel, hann á eftir að styrkja okkur mikið. Hann er búinn að vera hér í fjórar vikur svo hann er ekkert nýr hérna.“ Að sögn Hermanns verða ekki gerðar frekari breytingar á leikmannahópi ÍBV. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.


Athugasemdir
banner
banner