Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mið 11. maí 2022 20:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hermann: Áttum ekki skilið að tapa
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og KR mættust í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum sóttu þrjú stig til Eyja þar sem lokatölur voru 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

Þetta var grautfúlt, við erum allir hrikalega svekktir. Við áttum ekki skilið að tapa hér í dag, við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik, við fengum bestu færin. Þetta er gríðarlega svekkjandi“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.

Hermann var þrátt fyrir tapið mjög ánægður með sína menn.

„Ég er rosalega stoltur af liðinu og bara ánægður með liðið, með vinnuframlagið, baráttuna, þéttleikann og fókusinn, bara allt þetta sem skiptir til að vinna fótboltaleik. Það var til staðar í dag,“ sagði Hermann sem gerði þrjár breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag. Það vakti talsverða athygli að hinn reynslu mikli Guðjón Pétur var ekki í byrjunarliði Eyjamanna.

„Það er bara fullt af leikjum og mikið álag, svo vill maður nýta hópinn aðeins,“ sagði Hermann þegar hann var spurður út í breytingarnar á liðinu.

ÍBV staðfesti í dag komu Elvis Bwomono, Hermann þekkir Elvis frá tíma sínum sem aðstoðarþjálfari Southend United á Englandi.

„Hann er frábær fótboltamaður, ég þekki hann mjög vel, hann á eftir að styrkja okkur mikið. Hann er búinn að vera hér í fjórar vikur svo hann er ekkert nýr hérna.“ Að sögn Hermanns verða ekki gerðar frekari breytingar á leikmannahópi ÍBV. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.


Athugasemdir
banner
banner