Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 11. maí 2022 20:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hermann: Áttum ekki skilið að tapa
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og KR mættust í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum sóttu þrjú stig til Eyja þar sem lokatölur voru 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

Þetta var grautfúlt, við erum allir hrikalega svekktir. Við áttum ekki skilið að tapa hér í dag, við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik, við fengum bestu færin. Þetta er gríðarlega svekkjandi“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.

Hermann var þrátt fyrir tapið mjög ánægður með sína menn.

„Ég er rosalega stoltur af liðinu og bara ánægður með liðið, með vinnuframlagið, baráttuna, þéttleikann og fókusinn, bara allt þetta sem skiptir til að vinna fótboltaleik. Það var til staðar í dag,“ sagði Hermann sem gerði þrjár breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag. Það vakti talsverða athygli að hinn reynslu mikli Guðjón Pétur var ekki í byrjunarliði Eyjamanna.

„Það er bara fullt af leikjum og mikið álag, svo vill maður nýta hópinn aðeins,“ sagði Hermann þegar hann var spurður út í breytingarnar á liðinu.

ÍBV staðfesti í dag komu Elvis Bwomono, Hermann þekkir Elvis frá tíma sínum sem aðstoðarþjálfari Southend United á Englandi.

„Hann er frábær fótboltamaður, ég þekki hann mjög vel, hann á eftir að styrkja okkur mikið. Hann er búinn að vera hér í fjórar vikur svo hann er ekkert nýr hérna.“ Að sögn Hermanns verða ekki gerðar frekari breytingar á leikmannahópi ÍBV. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.


Athugasemdir
banner