Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 11. maí 2022 20:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hermann: Áttum ekki skilið að tapa
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og KR mættust í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum sóttu þrjú stig til Eyja þar sem lokatölur voru 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

Þetta var grautfúlt, við erum allir hrikalega svekktir. Við áttum ekki skilið að tapa hér í dag, við áttum eitthvað skilið út úr þessum leik, við fengum bestu færin. Þetta er gríðarlega svekkjandi“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Fótbolta.net að leik loknum.

Hermann var þrátt fyrir tapið mjög ánægður með sína menn.

„Ég er rosalega stoltur af liðinu og bara ánægður með liðið, með vinnuframlagið, baráttuna, þéttleikann og fókusinn, bara allt þetta sem skiptir til að vinna fótboltaleik. Það var til staðar í dag,“ sagði Hermann sem gerði þrjár breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag. Það vakti talsverða athygli að hinn reynslu mikli Guðjón Pétur var ekki í byrjunarliði Eyjamanna.

„Það er bara fullt af leikjum og mikið álag, svo vill maður nýta hópinn aðeins,“ sagði Hermann þegar hann var spurður út í breytingarnar á liðinu.

ÍBV staðfesti í dag komu Elvis Bwomono, Hermann þekkir Elvis frá tíma sínum sem aðstoðarþjálfari Southend United á Englandi.

„Hann er frábær fótboltamaður, ég þekki hann mjög vel, hann á eftir að styrkja okkur mikið. Hann er búinn að vera hér í fjórar vikur svo hann er ekkert nýr hérna.“ Að sögn Hermanns verða ekki gerðar frekari breytingar á leikmannahópi ÍBV. Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.


Athugasemdir
banner
banner
banner