Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mið 11. maí 2022 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum í 5.umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig. Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og bara tvö góð lið að eigast við. Mér fannst karakter hjá okkur að klára þetta eftir að þeir náðu að jafna og sömuleiðis verð ég bara að hrósa þrautsegjunni í þeim. Þetta hefði hæglega getað verið komið í bara 4 eða 5-0 í fyrri hálfleik miðað við yfirburðina sem við höfðum þá og stjórn á leiknum." Sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson eftir leikinn í kvöld.

„Við erum ekki vanir þegar að við komumst yfir eins og í dag, 2-0 að hleypa liðum aftur inn í leikinn en eins og ég segi aftur að þá bara stórt hrós á þessa ungu spræku stráka í Stjörnunni, það er þrautseigja í þeim."

Stjörnumenn náðu að jafna leikinn 2-2 en þá var það fyrirliðinn sem fann Viktor Örn Margeirsson sem stangaði frábærra fyrirgjöf í netið og Blikar höfðu að lokum heldur torsóttan sigur.

„Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð og var ekkert á leiðinni niður, það var ótrúlega gott svif á honum og enn betri skalli."

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner