Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 11. maí 2022 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum í 5.umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig. Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og bara tvö góð lið að eigast við. Mér fannst karakter hjá okkur að klára þetta eftir að þeir náðu að jafna og sömuleiðis verð ég bara að hrósa þrautsegjunni í þeim. Þetta hefði hæglega getað verið komið í bara 4 eða 5-0 í fyrri hálfleik miðað við yfirburðina sem við höfðum þá og stjórn á leiknum." Sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson eftir leikinn í kvöld.

„Við erum ekki vanir þegar að við komumst yfir eins og í dag, 2-0 að hleypa liðum aftur inn í leikinn en eins og ég segi aftur að þá bara stórt hrós á þessa ungu spræku stráka í Stjörnunni, það er þrautseigja í þeim."

Stjörnumenn náðu að jafna leikinn 2-2 en þá var það fyrirliðinn sem fann Viktor Örn Margeirsson sem stangaði frábærra fyrirgjöf í netið og Blikar höfðu að lokum heldur torsóttan sigur.

„Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð og var ekkert á leiðinni niður, það var ótrúlega gott svif á honum og enn betri skalli."

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner