Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum í 5.umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag.
Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig. Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Stjarnan
„Skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og bara tvö góð lið að eigast við. Mér fannst karakter hjá okkur að klára þetta eftir að þeir náðu að jafna og sömuleiðis verð ég bara að hrósa þrautsegjunni í þeim. Þetta hefði hæglega getað verið komið í bara 4 eða 5-0 í fyrri hálfleik miðað við yfirburðina sem við höfðum þá og stjórn á leiknum." Sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson eftir leikinn í kvöld.
„Við erum ekki vanir þegar að við komumst yfir eins og í dag, 2-0 að hleypa liðum aftur inn í leikinn en eins og ég segi aftur að þá bara stórt hrós á þessa ungu spræku stráka í Stjörnunni, það er þrautseigja í þeim."
Stjörnumenn náðu að jafna leikinn 2-2 en þá var það fyrirliðinn sem fann Viktor Örn Margeirsson sem stangaði frábærra fyrirgjöf í netið og Blikar höfðu að lokum heldur torsóttan sigur.
„Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð og var ekkert á leiðinni niður, það var ótrúlega gott svif á honum og enn betri skalli."
Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |