Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mið 11. maí 2022 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum í 5.umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig. Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og bara tvö góð lið að eigast við. Mér fannst karakter hjá okkur að klára þetta eftir að þeir náðu að jafna og sömuleiðis verð ég bara að hrósa þrautsegjunni í þeim. Þetta hefði hæglega getað verið komið í bara 4 eða 5-0 í fyrri hálfleik miðað við yfirburðina sem við höfðum þá og stjórn á leiknum." Sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson eftir leikinn í kvöld.

„Við erum ekki vanir þegar að við komumst yfir eins og í dag, 2-0 að hleypa liðum aftur inn í leikinn en eins og ég segi aftur að þá bara stórt hrós á þessa ungu spræku stráka í Stjörnunni, það er þrautseigja í þeim."

Stjörnumenn náðu að jafna leikinn 2-2 en þá var það fyrirliðinn sem fann Viktor Örn Margeirsson sem stangaði frábærra fyrirgjöf í netið og Blikar höfðu að lokum heldur torsóttan sigur.

„Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð og var ekkert á leiðinni niður, það var ótrúlega gott svif á honum og enn betri skalli."

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner