Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   þri 11. júní 2019 22:04
Egill Sigfússon
Emil Hallfreðs: Burstinn frábær markaðssetning
Icelandair
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Tyrkland 2-1 í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld og eru með 9 stig eftir fyrstu 4 leikina í undankeppninni. Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu á EM og sagðist líða vel enda búinn að æfa á fullu í þrjá mánuði.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Mér leið bara vel, ég er búinn að æfa á fullum krafti síðustu þrjá mánuði og náði 90 mínútum þarna um daginn. Ég er búinn að æfa vel og var alltaf með þessa tvo leiki í huganum og ætlaði mér að gefa allt í þetta ef ég myndi fá að spila í þeim."

Emil fannst liðið spila vel í dag og brást vel við að fá á sig klaufalegt mark í stöðunni 2-0.

„Mér fannst fyrri hálfleikur alveg frábær en algjör skita að fá á sig þetta mark úr föstu leikatriði. Í seinni hálfleik gerist það svo sjálfkrafa að við bökkuð aðeins og beitum skyndisóknum. Heilt yfir fannst mér þetta mjög vel spilaður leikur hjá okkur og frábær sigur."

Emil fékk óverðskuldað spjald snemma í leiknum og var ekki sáttur með það enda óþolandi að þurfa að vera á varðbergi allan leikinn með gult spjald á bakinu.

„Það er alveg óþolandi, það er óþolandi að vera á gulu spjaldi í 75 mínútur, ég fór beint í boltann og þetta var fyrsta brot en ég þurfti bara að passa mig það sem eftir var af leiknum. Ég fór í eina tæklingu en kommon það væri alveg glórulaust að gefa mér tvö gul eftir tvö brot."

Stóra burstamálið var góð markaðssetning fyrir leikinn sagði Emil og þakkaði íslenskum stuðningsmönnum fyrir frábæra stemningu.

„Það var góð markaðssetning með þennan bursta þarna í vikunni, það vakti athygli á þessum leik sem er bara frábært. Við þurftum á því að halda og alveg frábært að fá fulla stúku sem styður við bakið á okkur allan tímann."


Athugasemdir
banner