Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   þri 11. júní 2019 22:04
Egill Sigfússon
Emil Hallfreðs: Burstinn frábær markaðssetning
Icelandair
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Emil gefur ekki tommu eftir hér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Tyrkland 2-1 í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld og eru með 9 stig eftir fyrstu 4 leikina í undankeppninni. Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu á EM og sagðist líða vel enda búinn að æfa á fullu í þrjá mánuði.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Mér leið bara vel, ég er búinn að æfa á fullum krafti síðustu þrjá mánuði og náði 90 mínútum þarna um daginn. Ég er búinn að æfa vel og var alltaf með þessa tvo leiki í huganum og ætlaði mér að gefa allt í þetta ef ég myndi fá að spila í þeim."

Emil fannst liðið spila vel í dag og brást vel við að fá á sig klaufalegt mark í stöðunni 2-0.

„Mér fannst fyrri hálfleikur alveg frábær en algjör skita að fá á sig þetta mark úr föstu leikatriði. Í seinni hálfleik gerist það svo sjálfkrafa að við bökkuð aðeins og beitum skyndisóknum. Heilt yfir fannst mér þetta mjög vel spilaður leikur hjá okkur og frábær sigur."

Emil fékk óverðskuldað spjald snemma í leiknum og var ekki sáttur með það enda óþolandi að þurfa að vera á varðbergi allan leikinn með gult spjald á bakinu.

„Það er alveg óþolandi, það er óþolandi að vera á gulu spjaldi í 75 mínútur, ég fór beint í boltann og þetta var fyrsta brot en ég þurfti bara að passa mig það sem eftir var af leiknum. Ég fór í eina tæklingu en kommon það væri alveg glórulaust að gefa mér tvö gul eftir tvö brot."

Stóra burstamálið var góð markaðssetning fyrir leikinn sagði Emil og þakkaði íslenskum stuðningsmönnum fyrir frábæra stemningu.

„Það var góð markaðssetning með þennan bursta þarna í vikunni, það vakti athygli á þessum leik sem er bara frábært. Við þurftum á því að halda og alveg frábært að fá fulla stúku sem styður við bakið á okkur allan tímann."


Athugasemdir
banner
banner
banner