Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 11:10
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg talaði um bestu frammistöðu Íslands ásamt sigrinum í Nice
Icelandair
Úr leiknum í Eskisehir.
Úr leiknum í Eskisehir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Tyrklands í kvöld verður tólfti landsleikur þjóðanna en Tyrkir hafa aldrei náð að fagna sigri á Laugardalsvelli. Þá hafa þeir ekki náð að skora í þremur síðustu heimsóknum hingað til lands.

Ísland hefur unnið sjö af ellefu leikjum sínum gegn Tyrklandi, Tyrkir hafa tvisvar unnið og tveir leikir endað með jafntefli.

Leiðir liðanna hafa mæst ansi oft síðustu ár en þau voru saman í undankeppninni fyrir EM 2016 og fyrir HM 2018.

Í síðustu undankepni vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli þar sem Theodór Elmar Bjarnason og Alfreð Finnbogason.

Útileikurinn sem fram fór í Eskisehir í Tyrklandi endaði með 3-0 sigri Íslands. Smelltu hér til að skoða textalýsingu Fótbolta.net úr þeim leik.

Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk okkar liðs í þeim leik en í viðtali eftir leikinn talaði Jóhann um að þetta hafi verið besta frammistaða landsliðsins, ásamt sigrinum gegn Englandi á EM 2016.

„Það gekk allt upp í þessum leik. Við vissum nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera. Planið gekk frábærlega upp, að koma á svona erfiðan útivöll og vinna 0-3. Það gerist ekki mikið betra," sagði Jóhann.

Hér má sjá svipmyndir úr umræddum leik:


Athugasemdir
banner
banner
banner