Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   þri 11. júní 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Erfitt að segja nei ef ég fæ frábært boð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum alveg nákvæmlega hvað við getum. Þetta var sama gamla bandið frá EM 2016 sem spilaði í dag. Við svöruðum öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið um okkur," sagði Kári Árnason eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Ég er aðallega svekktur að við kláruðum þetta ekki almennilega í fyrri hálfleik."

„Við sköpuðum færi til þess að skora þriðja markið. Þeir fá eitthvað horn og það var klúður hjá okkur, í fyrsta lagi að fá hornið á okkur. Í horninu kemur hann utarlega, Aron er með mann í fanginu og svo kemur maður utan á þann mann og skorar. Það er lítið við þessu að gera þannig séð."

Tyrkirnir sköpuðu sér voðalega lítið í leiknum.

„Þeir skapa sér ekki neitt. Jón Daði var þriggja manna maki, hann var frábær í dag. Kolli kemur inn á og hann svarar öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið í kringum hann. Það vita allir í liðinu hversu góður hann er. Hann á að vera með hvort sem hann geti spilað fimm mínútur eða 10 mínútur."

Kári, sem er 36 ára, hefur talað um að hann ætli sér að ganga í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.

„Í fyrra ætlaði ég að koma heim og mér bauðst gott tækifæri að fara út og spila í fínni deild og á fínum launum. Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking," sagði Kári.


Athugasemdir