Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 11. júní 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Erfitt að segja nei ef ég fæ frábært boð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum alveg nákvæmlega hvað við getum. Þetta var sama gamla bandið frá EM 2016 sem spilaði í dag. Við svöruðum öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið um okkur," sagði Kári Árnason eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Ég er aðallega svekktur að við kláruðum þetta ekki almennilega í fyrri hálfleik."

„Við sköpuðum færi til þess að skora þriðja markið. Þeir fá eitthvað horn og það var klúður hjá okkur, í fyrsta lagi að fá hornið á okkur. Í horninu kemur hann utarlega, Aron er með mann í fanginu og svo kemur maður utan á þann mann og skorar. Það er lítið við þessu að gera þannig séð."

Tyrkirnir sköpuðu sér voðalega lítið í leiknum.

„Þeir skapa sér ekki neitt. Jón Daði var þriggja manna maki, hann var frábær í dag. Kolli kemur inn á og hann svarar öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið í kringum hann. Það vita allir í liðinu hversu góður hann er. Hann á að vera með hvort sem hann geti spilað fimm mínútur eða 10 mínútur."

Kári, sem er 36 ára, hefur talað um að hann ætli sér að ganga í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.

„Í fyrra ætlaði ég að koma heim og mér bauðst gott tækifæri að fara út og spila í fínni deild og á fínum launum. Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner