Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 11. júní 2019 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Erfitt að segja nei ef ég fæ frábært boð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum alveg nákvæmlega hvað við getum. Þetta var sama gamla bandið frá EM 2016 sem spilaði í dag. Við svöruðum öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið um okkur," sagði Kári Árnason eftir 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Ég er aðallega svekktur að við kláruðum þetta ekki almennilega í fyrri hálfleik."

„Við sköpuðum færi til þess að skora þriðja markið. Þeir fá eitthvað horn og það var klúður hjá okkur, í fyrsta lagi að fá hornið á okkur. Í horninu kemur hann utarlega, Aron er með mann í fanginu og svo kemur maður utan á þann mann og skorar. Það er lítið við þessu að gera þannig séð."

Tyrkirnir sköpuðu sér voðalega lítið í leiknum.

„Þeir skapa sér ekki neitt. Jón Daði var þriggja manna maki, hann var frábær í dag. Kolli kemur inn á og hann svarar öllum þeim gagnrýnisröddum sem hafa verið í kringum hann. Það vita allir í liðinu hversu góður hann er. Hann á að vera með hvort sem hann geti spilað fimm mínútur eða 10 mínútur."

Kári, sem er 36 ára, hefur talað um að hann ætli sér að ganga í raðir síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, þegar glugginn hér á landi opnar.

„Í fyrra ætlaði ég að koma heim og mér bauðst gott tækifæri að fara út og spila í fínni deild og á fínum launum. Ef ég fæ frábært boð er erfitt að segja nei við því, en planið í dag er að spila fyrir Víking," sagði Kári.


Athugasemdir
banner