Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. júní 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Ólafur Ingi hitti Tyrkina í gær: Stormur í vatnsglasi
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn og leikmaður Fylkis í Pepsi Max-deildinni, Ólafur Ingi Skúlason, þekkir ágætlega til tyrkneska landsliðsins.

Ólafur Ingi lék í Tyrklandi áður en hann gekk til liðs við Fylkis síðasta sumar. Þar lék hann með Gençlerbirli?i og Karabükspor. Í gærdag fór hann í heimsókn á hótelið hjá tyrkneska landsliðinu og hitti þar fyrrum liðsfélaga sinn hjá Gençlerbirli?i, Irfan Can Kahveci.

Tyrknesku fréttmennirnir oft fljótir upp
Ólafur Ingi segir að tyrknesku leikmennirnir hafi verið brattir þegar hann hitti þá á hótelinu í gær.

„Þeir voru ekkert pirraðir yfir atburðunum á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn. Þetta er held ég stormur í vatnsglasi og búið mest megnis til af tyrkneskum fréttamannamönnum sem eru oft fljótir upp. Þeir voru ekkert að pirra sig á þessu tyrknesku leikmennirnir sem ég talaði við," sagði Ólafur Ingi í samtali við Fótbolta.net.

Tyrkirnir unnu Frakka á laugardaginn 2-0 og eru því með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

„Þeir eru mjög ánægðir með þann leik. Ég sá þann leik og þeir mega verið ánægðir með leikinn. Þeir hefðu hæglega geta unnið stærra og spiluðu virkilega vel," sagði fyrrum landsliðsmaðurinn en bætir við að Tyrkirnir geri sér fulla grein fyrir því að þeir hafi aldrei unnið á Íslandi.

„Við höfum farið illa með þá á heimavelli í síðustu tveimur undankeppnum. Þeir gera sér því grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur í kvöld og eru undirbúnir fyrir það."

Tilbúnir að leggja líf og limi í baráttuna
Ólafur Ingi viðurkennir að sigur Tyrkja á Frakklandi á laugardaginn hafi komið sér á óvart.

„Tyrkir hafa úr miklu magni af góðum leikmönnum úr að velja og það hefur aldrei verið vandamálið hjá þeim. Vandamálið hjá þeim hefur oftast verið taktískt og oft hefur vantað smá meiri vilja og greddu til að klára verkefnið. Ég hef ekkert fylgst eitthvað extra mikið með þeim en það er greinilegt að miðað við leikinn gegn Frakklandi og ég þekki þjálfarann hjá þeim sem er taktískt mjög góður. Hann virðist hafa náð að búa til sterkari liðsheild og liðið er skipað aðeins yngri leikmönnum sem eru aðeins ágengari að sýna sig og tilbúnir að leggja líf og limi í baráttuna," sagði Ólafur sem segist hjá batnandi hag tyrkneska landsliðsins.

„Tyrkirnir hafa farið virkilega vel af stað en þeir hafa oft brennt sig á því og verið komnir of snemma upp í skýin og gleyma sér aðeins þegar vel gengur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi meðbyr fer með þá og hvernig þeir mæta til leiks í leikinn í kvöld."

Spáir 1-0 sigri Íslands
Ólafur Ingi segir leikinn í kvöld gríðarlega mikilvægan fyrir íslenska landsliðið.

„Tyrkirnir eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og það er því mikilvægt að ná sigri í kvöld sérstaklega í ljósi þess að Tyrkirnir náðu í þrjú stig gegn Frökkum. Við þurfum að vera áfram sterkir varnarlega og ákveðnir í föstum leikatriðum. Ég ætla vona að við vinnum þennan leik og ég ætla að spá okkur 1-0 sigri," sagði fyrirliði Fylkis í Pepsi Max-deildinni, Ólafur Ingi Skúlason að lokum.

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner