Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. júní 2019 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúrik og Birkir Már áfram utan hóps
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna byrjunarlið Ísland sem mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðið.

Erik Hamren og Freyr Alexandersson völdu 25 manna hóp í þetta verkefni, gegn Albaníu og Tyrklandi. Því þurfa tveir leikmenn að vera utan hóps á leikdegi, 23 leikmenn eru í hópnum á leikdegi.

Birkir Már Sævarsson og Rúrik Gíslason voru utan hóps í 1-0 sigrinum gegn Albaníu og þeir eru aftur utan hóps í kvöld gegn Tyrklandi.

Birkir Már er 34 ára leikmaður Vals. Hann á að baki 90 landsleiki og í þeim hefur hann skorað eitt landsliðsmark.

Rúrik Gíslason er 31 árs kantmaður Sandhausen í Þýskalandi. Hann á að baki 53 landsleiki og í þeim hefur hann skorað þrjú mörk.

Bein textalýsing frá leiknum gegn Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner