Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 11. júní 2019 17:47
Elvar Geir Magnússon
Torino kaupir Ola Aina frá Chelsea (Staðfest)
Torino hefur nýtt sér klásúlu og keypt vængbakvörðinn Ola Aina frá Chelsea.

Þessi 22 ára leikmaður var á láni hjá Torino frá Chelsea á liðnu tímabili en hann lék 32 leiki í ítölsku A-deildinni, skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar.

Frammistaða nígeríska landsliðsmannsins með Torino var það góð að félagið staðfesti fyrir nokkrum mánuðum að það ætlaði að nýta sér klásúlu um að kaupa hann.

Ola Aina gekk í raðir Chelsea sem skólastrákur en lék aðeins þrjá aðalliðsleiki fyrir félagið. 2017-18 lék hann hjá Hull á lánssamningi.
Athugasemdir
banner