Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 11. júní 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Rússi greindist með Covid-19 og missir af EM
Vængmaðurinn Andrei Mostovoy hefur greinst með Covid-19 og mun ekki taka þátt í EM alls staðar.

Þessi 23 ára rússneski landsliðsmaður spilar með Zenit í Pétursborg og fór í tvöfalda skimun þar sem jákvæð niðurstaða kom út í báðum tilfellum.

Hann hefur því verið tekinn úr hópi Rússlands og varnarmaðurinn Roman Yevgenyev, 22 ára, hjá Dynamo Moskvu kemur inn í staðinn.

Sjö leikir á EM alls staðar fara fram í Pétursborg en Rússland er í D-riðli og mætir Belgíu annað kvöld.
Athugasemdir
banner