Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barella búinn að skrifa undir nýjan samning við Inter
Mynd: EPA

Ítalski miðjumaðurinn Nicolo Barella hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Inter.


Talið er að hann sé orðinn launahæsti Ítalinn í deildinni en hann er sagður fá 7 milljónir evra í árslaun.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður hefur undanfarin ár verið orðaður við félög á borð við Liverpool, Manchester United og Manchester City en hann segir að það hafi aldrei verið vafi á því að hann myndi skrifa undir samning við Inter.

„Ég trúi á þetta verkefni og það mikilvægasta var að skrifa undir áður en EM byrjar. Ég er svo stoltur að halda áfram að berjast fyrir þetta frábæra félag næstu árin," sagði Barella.

Barella er í landsliðshópi Ítalíu á EM en hann gat ekki tekið þátt í vináttulandsleikjum Ítalíu gegn Bosníu og Tyrklandi í aðrdaganda mótsins vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner