Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. júlí 2021 05:55
Victor Pálsson
EM í dag - Úrslitaleikurinn í kvöld
Mynd: Getty Images
Fjöldinn allur í Evrópu mun stilla inn í kvöld þegar úrslitaleikur EM fer fram á Wembley vellinum í London.

Sjá einnig:
EM spáin: Hvernig fer úrslitaleikurinn?

Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram klukkan 19:00 en þar spilar Ítalía við England á Wembley þar sem England hefur spilað alla leiki sína nema einn.

England lagði Dani í undanúrslitum til að tryggja farseðilinn í úrslitin og Ítalía vann þá Spánverja í vítakeppni.

Leonardo Spinazzola verður ekki með liði Ítalíu í kvöld en hann er meiddur og verður frá í marga mánuði.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig byrjunarliðin líta út í kvöld en það kemur í ljós þegar styttist í leik.

EM 2020: Úrslitaleikur
19:00 Ítalía - England
Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner