Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. júlí 2021 12:24
Brynjar Ingi Erluson
Milan að fá Ballo-Toure frá Mónakó
Fode Ballo-Toure er að semja við Milan
Fode Ballo-Toure er að semja við Milan
Mynd: EPA
Fode Ballo-Toure, vinstri bakvörður Mónakó, er að ganga í raðir AC Milan á Ítalíu. Franskir og ítalskir miðlar greina frá þessu.

Ballo-Toure er 24 ára gamall og fæddur í Frakklandi. Hann spilaði með yngri landsliðum Frakklands áður en hann valdi að spila fyrir Senegal.

Hann hefur spilað reglulega með Mónakó síðustu ár en þar áður lék hann fyrir Lille.

Þessi öflugi leikmaður er nú að ganga í raðir Milan. Hann mun kosta félagið 8 milljónir evra og gerir hann fimm ára samning við félagið.

Ballo-Toure mun veita Theo Hernandez samkeppni um bakvarðarstöðuna en Milan spilar í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í 2. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner