„Þetta var klaufaskapur hjá okkur framan af," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.
„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."
„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 ÍBV
ÍBV minnkaði muninn í 2-1 nánast um leið og Þróttur hafði skorað sitt seinna mark, en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir.
„Það er margt sem dettur ekki. Við fáum 2-3 fín færi og góðar stöður, við eigum klárlega að fá víti og mér finnst mega taka umræðuna með brotið sem markvörðurinn þeirra fær. Það er margt sem dettur ekki með okkur. Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin, svo pirraður var maður."
„Þetta er bara eins og þetta er. Mér fannst vera alltof margir dómar sem féllu með þeim, en svo voru líka bara hlutir sem voru ekki að ganga upp fyrir okkur. Það er ekki hægt að klína öllu á einhverja aðra en þetta gekk ekki upp í dag."
ÍBV hafði verið á góðu skriði fyrir þennan leik en Alex er bjartsýnn á framhaldið. „Maður er ekkert eðlilega mótíveraður eftir svona vitleysisgang," sagði Alex.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir