Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 11. júlí 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Alex Freyr: Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin
Lengjudeildin
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klaufaskapur hjá okkur framan af," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

ÍBV minnkaði muninn í 2-1 nánast um leið og Þróttur hafði skorað sitt seinna mark, en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Það er margt sem dettur ekki. Við fáum 2-3 fín færi og góðar stöður, við eigum klárlega að fá víti og mér finnst mega taka umræðuna með brotið sem markvörðurinn þeirra fær. Það er margt sem dettur ekki með okkur. Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin, svo pirraður var maður."

„Þetta er bara eins og þetta er. Mér fannst vera alltof margir dómar sem féllu með þeim, en svo voru líka bara hlutir sem voru ekki að ganga upp fyrir okkur. Það er ekki hægt að klína öllu á einhverja aðra en þetta gekk ekki upp í dag."

ÍBV hafði verið á góðu skriði fyrir þennan leik en Alex er bjartsýnn á framhaldið. „Maður er ekkert eðlilega mótíveraður eftir svona vitleysisgang," sagði Alex.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner