Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
   fim 11. júlí 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Alex Freyr: Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin
Lengjudeildin
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var klaufaskapur hjá okkur framan af," sagði Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við náum ekki að keyra upp tempóið eins og við viljum í fyrri hálfleik og gefum þeim mark. Seinna markið þeirra er bara það sama eiginlega, klaufaskapur hjá okkur."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

ÍBV minnkaði muninn í 2-1 nánast um leið og Þróttur hafði skorað sitt seinna mark, en þeir náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Það er margt sem dettur ekki. Við fáum 2-3 fín færi og góðar stöður, við eigum klárlega að fá víti og mér finnst mega taka umræðuna með brotið sem markvörðurinn þeirra fær. Það er margt sem dettur ekki með okkur. Maður var orðinn eins og fimm ára krakki í lokin, svo pirraður var maður."

„Þetta er bara eins og þetta er. Mér fannst vera alltof margir dómar sem féllu með þeim, en svo voru líka bara hlutir sem voru ekki að ganga upp fyrir okkur. Það er ekki hægt að klína öllu á einhverja aðra en þetta gekk ekki upp í dag."

ÍBV hafði verið á góðu skriði fyrir þennan leik en Alex er bjartsýnn á framhaldið. „Maður er ekkert eðlilega mótíveraður eftir svona vitleysisgang," sagði Alex.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner