Það fóru sex leikir fram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld þar sem Malmö og Olympiakos tryggðu sig áfram og eiga því framundan úrslitaleiki um sæti í riðlakeppninni.
Sigurlið kvöldsins eru öll búin að tryggja sig áfram í riðlakeppni, það er bara ekki ljóst hvort sú keppni verði Evrópudeild eða Sambandsdeild. Sigurvegarar úrslitaleikjanna fara í Evrópudeildina á meðan tapliðin fara í Sambandsdeildina.
Malmö er komið í úrslitin eftir 2-2 jafntefli við Dudelange í Lúxemborg en sænska stórveldið vann fyrri leik liðanna 3-0 á heimavelli. Milos Milojevic stýrði Malmö fyrr í sumar en var rekinn eftir tap gegn Zalgiris í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Olympiakos er einnig komið í úrslit en Grikkirnir þurftu vítaspyrnur til að slá Slovan Bratislava úr leik. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos.
Malmö mætir tyrkneska félaginu Sivasspor í úrslitum á meðan Olympiakos spilar við Apollon Limassol frá Kýpur.
Þá er HJK frá Finnlandi einnig komið í úrslit ásamt Fenerbahce, Zurich og Partizan frá Belgrad. Fenerbahce mætir Austria Vienna í stórleik í úrslitunum.
Dudelange 2 - 2 Malmö (2-5 samanlagt)
Slovan Bratislava 2 - 2 Olympiakos (3-3 samanlagt)
3-4 í vítaspyrnukeppni
HJK 1 - 0 Maribor (3-0 samanlagt)
Slovacko 1 - 1 Fenerbahce (1-4 samanlagt)
Zurich 3 - 0 Linfield (5-0 samanlagt)
Partizan Belgrad 2 - 2 AEK Larnaca (3-4 samanlagt)