Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 11. ágúst 2022 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Þórs/KA svarar Alexander - „Algjört skilningsleysi að dirfast að skjóta á það"
Kvenaboltinn
Jón Stefán (til hægri)
Jón Stefán (til hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron
Alexander Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, skaut á Þór/KA í viðtali eftir leik liðanna á Akureyri á þriðjudag. Sá leikur endaði með 0-1 sigri Aftureldingar og kom Alexander inn á leiktímann í fyrsta svari sínu í viðtalinu.

„Þór/KA vildi ekki færa leikinn til klukkan fimm svo við næðum flugi heim, ég held að það hafi mótiverað leikmennina allsvakalega þannig þetta verður allavega góð rútuferð til baka, við getum orðað það þannig," sagði Alexander.

Jón Stefán Jónsson, annar af þjálfurum Þórs/KA, svaraði þessum ummælum Alexanders í opinni færslu á Facebook.

„Finn mig knúinn til að svara þessu hjá annars ágætum kollega mínum," byrjar Jón Stefán.

„Ef Þór/KA hefði orðið við óskum allra félaga sem hafa beðið um þetta í sumar þá hefði þurft að færa þrjá leiki til kl.17.00 (eða í raun fyrr þar sem kl.17 nægir ekki til að ná flugi suður). Glöggir menn sjá að leikur kl.17 þýðir mæting kl.15.30 og það þýðir jú hvað? Vinnutap fyrir stelpurnar og sjálfboðalið í kringum liðið. Stelpurnar í liðinu mínu hafa nú þegar spilað a.m.k. 5 leiki á útivelli á virkum degi og þar fórna þær heilum vinnudegi. Og já við höfum flogið í nokkra leiki en alltaf keyrt heim. Við keyrum líka stundum báðar leiðir."

„Skilningsleysið að dirfast að skjóta á það að Afturelding hafi nú þurft að keyra heim þessa EINU ferð sína hingað norður er greinilega algjört. Fyrir utan að Afturelding óskaði eftir að spila kl.16.30 en ekki 17.00. Tilfærsla til kl.17 nægir ekki til að ná fluginu kl.19.30 eins og áður sagði."

„Hversu margir áhorfendur mæta á leiki kl.16.30 ?"

„Talandi um mótiveringu, þá bara verði ykkur að góðu en ef við þurftum mótiveringu til góðra verka í framtíðinni þá verður fínt að lesa yfir hvernig virðingin hjá sumum er þarna í bænum fyrir okkar starfi."

„Annars tek ég samt fram að lið á borð við Val og KR töldu það nú ekki eftir sér að leika á tilsettum tíma og keyra svo heim. Keflvíkingar og Selfyssingar keyrðu báðar leiðir án þess að kvarta svo þetta er alls ekki svona allsstaðar."

„Namaste 🙏,"
skrifar Jón Stefán.
Alexander: Hægt að búa til bíómynd um Aftureldingarliðið í sumar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner