„Við vorum ömurlegir fyrstu 40 mínúturnar, gjörsamlega meðvitundarlausir" segir Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, eftir 3-2 sigur gegn Skaganum þar sem hann setti tvö síðari mörk FH-inga.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 ÍA
Eins og Sigurður Bjartur segir var ekkert sem benti til að FH færi með sigur úr býtum framan af, svo breytist eitthvað.
„Ég held að Heimir hafi kveikt í mannskapnum þegar hann fær rauða spjaldi, fer enni í enni. Þegar þú sérð þjálfarann þinn slást þarftu að lyfta þér upp á tærnar og rífa þig í gang. Hann tók einn fyrir liðið."
FH hefur nú spilað 9 leiki í Krikanum, unnið 5 og enn ekki tapað leik, alvöru vígi.
„Við ætluðum okkur að gera þetta fyrir tímabilið. Við sáum í einhverri könnun að það væri skemmtilegast að mæta í Kaplakrika og við ætluðum að breyta því. Það á ekki að vera gaman að koma hingað og spila á móti okkur."
Sigurður Bjartur er nú kominn með átta mörk í deildinni, hefur aldrei skorað meira í efstu deild.
„Seinustu leikir hafa verið mjög góðir og strákarnir frábærir. Nú stefnum við á efri hlutann, það losar okkur alveg frá botnbarátunni."
Athugasemdir























