Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður eftir kærkominn 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.
Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.
Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 ÍA
„Loksins," sagði Gregg á íslensku áður en hann hélt áfram á ensku.
„Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og þetta hefur verið erfitt en við áttum skilið að vinna. Í dag var alvöru baráttuandi og ástríða í strákunum og það hefur vantað í sumum leikjum, strákarnir vita það."
Þróttur er sex stigum frá öruggu sæti en þar situr ÍBV. Eyjamenn eiga eftir Stjörnuna, FH, Breiðablik og Val og Gregg sér ekki fram á að sínir gömlu félagar vinni fleiri leiki.
„Ég sé ekki fyrir mér að ÍBV fái fleiri stig því þeir eiga svo erfiða leiki eftir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum og vinnum eins marga og við getum af þeim fjórum sem eru eftir og reynum okkar besta, þá sjáum við hvað gerist."
Athugasemdir