Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   sun 11. september 2016 21:27
Alexander Freyr Tamimi
Gregg Ryder: Sé ÍBV ekki fá fleiri stig
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður eftir kærkominn 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍA

„Loksins," sagði Gregg á íslensku áður en hann hélt áfram á ensku.

„Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og þetta hefur verið erfitt en við áttum skilið að vinna. Í dag var alvöru baráttuandi og ástríða í strákunum og það hefur vantað í sumum leikjum, strákarnir vita það."

Þróttur er sex stigum frá öruggu sæti en þar situr ÍBV. Eyjamenn eiga eftir Stjörnuna, FH, Breiðablik og Val og Gregg sér ekki fram á að sínir gömlu félagar vinni fleiri leiki.

„Ég sé ekki fyrir mér að ÍBV fái fleiri stig því þeir eiga svo erfiða leiki eftir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum og vinnum eins marga og við getum af þeim fjórum sem eru eftir og reynum okkar besta, þá sjáum við hvað gerist."
Athugasemdir
banner