Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   sun 11. september 2016 21:27
Alexander Freyr Tamimi
Gregg Ryder: Sé ÍBV ekki fá fleiri stig
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður eftir kærkominn 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍA

„Loksins," sagði Gregg á íslensku áður en hann hélt áfram á ensku.

„Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og þetta hefur verið erfitt en við áttum skilið að vinna. Í dag var alvöru baráttuandi og ástríða í strákunum og það hefur vantað í sumum leikjum, strákarnir vita það."

Þróttur er sex stigum frá öruggu sæti en þar situr ÍBV. Eyjamenn eiga eftir Stjörnuna, FH, Breiðablik og Val og Gregg sér ekki fram á að sínir gömlu félagar vinni fleiri leiki.

„Ég sé ekki fyrir mér að ÍBV fái fleiri stig því þeir eiga svo erfiða leiki eftir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum og vinnum eins marga og við getum af þeim fjórum sem eru eftir og reynum okkar besta, þá sjáum við hvað gerist."
Athugasemdir
banner