Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
   sun 11. september 2016 21:27
Alexander Freyr Tamimi
Gregg Ryder: Sé ÍBV ekki fá fleiri stig
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður eftir kærkominn 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍA

„Loksins," sagði Gregg á íslensku áður en hann hélt áfram á ensku.

„Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og þetta hefur verið erfitt en við áttum skilið að vinna. Í dag var alvöru baráttuandi og ástríða í strákunum og það hefur vantað í sumum leikjum, strákarnir vita það."

Þróttur er sex stigum frá öruggu sæti en þar situr ÍBV. Eyjamenn eiga eftir Stjörnuna, FH, Breiðablik og Val og Gregg sér ekki fram á að sínir gömlu félagar vinni fleiri leiki.

„Ég sé ekki fyrir mér að ÍBV fái fleiri stig því þeir eiga svo erfiða leiki eftir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum og vinnum eins marga og við getum af þeim fjórum sem eru eftir og reynum okkar besta, þá sjáum við hvað gerist."
Athugasemdir
banner