Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 11. september 2016 21:27
Alexander Freyr Tamimi
Gregg Ryder: Sé ÍBV ekki fá fleiri stig
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður eftir kærkominn 3-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Þróttur hafði ekki unnið leik síðan í 8. umferðinni en það var einmitt gegn Skagamönnum á Akranesi.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍA

„Loksins," sagði Gregg á íslensku áður en hann hélt áfram á ensku.

„Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og þetta hefur verið erfitt en við áttum skilið að vinna. Í dag var alvöru baráttuandi og ástríða í strákunum og það hefur vantað í sumum leikjum, strákarnir vita það."

Þróttur er sex stigum frá öruggu sæti en þar situr ÍBV. Eyjamenn eiga eftir Stjörnuna, FH, Breiðablik og Val og Gregg sér ekki fram á að sínir gömlu félagar vinni fleiri leiki.

„Ég sé ekki fyrir mér að ÍBV fái fleiri stig því þeir eiga svo erfiða leiki eftir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum og vinnum eins marga og við getum af þeim fjórum sem eru eftir og reynum okkar besta, þá sjáum við hvað gerist."
Athugasemdir
banner