mið 11. september 2019 21:02
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Elliði fylgir Ægi upp í 3. deild
Elliði spilar í 3. deild á næsta ári!
Elliði spilar í 3. deild á næsta ári!
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn (Samanlagt, 5-2)
1-0 Daníel Steinar Kjartansson ('21 )
2-0 Nikulás Ingi Björnsson ('38 )
2-1 Magnús Már Einarsson ('65 )
3-1 Óðinn Arnarsson ('68 )
4-1 Aron Breki Aronsson ('72 )

Elliði mun splla í 3. deild á næsta ári eftir að hafa unnið Hvíta Riddariann í úrslitaleik um sæti í deildinni en leiknum lauk með 4-1 sigri Elliða, samanlagt 5-2 úr báðum leikjunum.

Daníel Steinar Kjartansson kom Elliða á bragðið á 21. mínútu leiksins en Nikulás Ingi Björnsson lagði upp markið. Nikulás var sjálfur á ferðinni á 38. mínútu áður en flautað var til hálfleiks.

Magnús Már Einarsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar og ritstjóri Fótbolta.net, kom inná sem varamaður í hálfleik og tók hann aðeins tuttugu mínútur að stimpla sig inn er hann minnkaði muninn í 2-1.

Ellið svaraði þó þremur mínútum síðar er Óðinn Arnarson skoraði eftir sendingu frá Nikulási. Aron Breki Aronsson gerði svo út um leikinn með skoti af 35 metra færi og sæti Elliða í 3. deild tryggt.

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik um titilinn í 4. deild en hann fer fram á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner