Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 11. september 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Fyrsta tap Brasilíu í meira en ár
Brassarnir voru stöðvaðir í nótt.
Brassarnir voru stöðvaðir í nótt.
Mynd: Getty Images
Perú náði að binda endi á 17 leiki Brasilíu án taps með 1-0 sigri í vináttuleik liðanna í Los Angeles í nótt.

Luis Abram skoraði eina markið fyrir Perú á 84. mínútu leiksins.

Þetta er fyrsta tap Brasilíu í meira en ár en liðið hafði verið á ótrúlegu skriði undanfarna mánuði.

Brasilía vann einmitt Perú 3-1 í úrslitaleik Copa America í júlí síðastliðnum.

Argentína vann einnig Mexíkó 4-0 í vináttuleik í nótt en þar skoraði Lautaro Martinez, framherji Inter, þrennu. Leandro Paredes, miðjumaður PSG, var með eitt mark af vítapunktinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner