Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. september 2020 08:25
Elvar Geir Magnússon
Inter gerði tilboð í Kante - Smalling æfir ekki með Man Utd
Powerade
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: Getty Images
Fred.
Fred.
Mynd: Getty Images
Kante, Aubameyang, Smalling, Higuain, Wijnaldum, Rose, Ivanovic og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Chelsea hefur hafnað tilboði frá Inter í franska heimsmeistarann N'Golo Kante (29) en Inter bauð meðal annars króatíska landsliðsmanninn Marcelo Brozovic (27) í skiptum. (Guardian)

Pierre-Emerick Aubameyang (31) mun gera nýjan þriggja ára samning við Arsenal og verður þá launahæsti leikmaður félagsins. (Atletic)

Chris Smalling (30) hefur ekki æft með Manchester United í þessari viku en hann nálgast sölu til Roma, liðsins sem hann spilaði með á lánssamningi. (Telegraph)

Inter Miami, MLS-félag David Beckham, er nálægt því að tryggja sér argentínska sóknarmanninn Gonzalo Higuain (32) á frjálsri sölu frá Juventus. (Sun)

Georginio Wijnaldum (29), miðjumaður Liverpool, hefur átt jákvæðar samræður við Jurgen Klopp um framtíð sína hjá félaginu. Hollendingurinn á ár eftir af samningi sínum á Anfield. (Sky Sports)

Danny Rose (30), varnarmaður Englands og Tottenham, er nálægt því að fara til Genoa í ítölsku A-deildinni. (PA)

West Ham er í viðræðum við enska miðjumanninn Jack Wilshere (28) um að rifta samningi við hann. (Mail)

Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez (28) hjá Arsenal hefur samþykkt fjögurra ára samning við Aston Villa um 60 þúsund pund í vikulaun. Hann verður keyptur á rúmlega 15 milljónir punda. (Independent)

Brasilíski miðjumaðurinn Fred (27) segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann gæti yfirgefið Manchester United fyrir tyrkneska félagið Galatasaray í sumar. (Four Four Two)

West Brom er í viðræðum við Branislav Ivanovic (36), fyrrum varnarmann Chelsea, sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Zenit í Pétursborg. (Telegraph)

Tansaníumaðurinn Mbwana Samatta (27) má yfirgefa Aston Villa, aðeins átta mánuðum eftir að hann gekk í raðir félagsins. (Mail)

Ravel Morrison (27), fyrrum miðjumaður Manchester United, er í viðræðum við hollensku félögin Vitesse Arnhem og Utrecht eftir að hafa verið látinn fara frá Sheffield United. (Mail)

Ben Woodburn (20), velski sóknarmaðurinn hjá Liverpool, er á leið til hollenska félagsins Sparta Rotterdam á eins árs lánssamningi. (Standard)

Lille hefur hafnað tilboði frá Newcastle í franska miðjumanninn Boubakary Soumare (21) sem hljóðaði upp á 32 milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Fulham er að reyna að fá portúgalska miðjumanninn Florentino Luis (21) lánaðan í eitt ár með möguleika á að kaupa hann fyrir 27 milljónir punda. (Sun)

Porto hefur hafnað 22 milljóna punda tilboði frá Wolves í vængmanninn Jesus Corona (27). Þessi mexíkóski landsliðsmaður er með 27 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mail)

Thomas Tuchel, stjóri Paris St-Germain, hefur útilokað kaup á Matteo Guendouzi (21), miðjumanni Arsenal. (Sun)

Real Madrid fær samkeppni frá PSG um miðjumanninn Eduardo Camavinga (17) hjá Rennes en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland á þriðjudag. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner