Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 11. september 2022 23:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Heimir Hallgríms sé í viðræðum erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Hallgrímsson er sagður vera í viðræðum um að taka við erlendu félagi en þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.


Heimir hefur verið að aðstoða Hermann Hreiðarsson hjá ÍBV í sumar en hann stýrði liðinu gegn Víkingum í síðustu umferð þar sem Hermann var í banni.

Hann var ekki á skýrslunni í dag þegar ÍBV tók á móti Fram.

Gummi Ben segir frá þessu í Stúkunni í kvöld en hann sé þó ekki með heimildir fyrir því um hvaða félag sé að ræða. Heimir stýrði Al-Arabi frá Katar árin 2018–2021 eftir að hann hafði farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót.

Heimir hafði verið orðaður við Val lengi vel en nú er spurning hvort það sé dottið útaf borðinu.


Athugasemdir
banner
banner