PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mið 11. september 2024 09:24
Elvar Geir Magnússon
Gluggadagur í Grikklandi - Fofana frá Chelsea til AEK Aþenu
David Datro Fofana.
David Datro Fofana.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn David Datro Fofana er á leið frá Chelsea til AEK Aþenu á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

BBC segir að AEK sé með ákvæði um að geta keypt Fofana fyrir um 20 milljónir punda.

Þessi 21 árs leikmaður er á leið í læknisskoðun áður en skrifað verður undir en það er gluggadagur í Grikklandi og félagaskiptaglugganum lkað í kvöld.

Viðræður Chelsea og AEK hafa staðið yfir síðan í lok ágúst.

Chelsea keypti Fofana frá Molde í janúar 2023 fyrir 8,4 milljónir punda en Lundúnafélagið hefur verið að skera niður stóran leikmannahóp sinn.

Fofana var lánður til Union Berlín og Burnley á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner