Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 14:13
Elvar Geir Magnússon
Ákall frá Vöndu: Styðjum okkar unga landslið
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sendi frá sér ákall á vefsíðu KSÍ þar sem hún hvetur íslenskt fótboltaáhugafólk til að sýna landsliðinu stuðning og mæta á leikinn gegn Liechtenstein í kvöld.

Börn 16 ára og yngri fá frítt á leik­inn en allir þurfa að sækja sér miða í gegnum miðasölukerfi KSÍ.

Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ:

„Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45.

A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar.

Áfram Ísland!
Vanda Sigurgeirsdóttir
Formaður KSÍ"


Vanda var í viðtali í hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net í síðustu viku en hægt er að hlusta á það viðtal í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum.
Vanda Sig er sest í formannsstólinn - Ætlar að koma KSÍ úr krísunni
Athugasemdir
banner
banner
banner