Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 11. október 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Berbatov býður sig fram og ætlar að taka til í búlgörskum fótbolta
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Mynd: Getty Images
Vasil Levski leikvangurinn í Búlgaríu.
Vasil Levski leikvangurinn í Búlgaríu.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United, hefur boðið sig fram til forseta fótboltasambands Búlgaríu. Hann segir að breytinga sé þörf og það þurfi að taka til í búlgörskum fótbolta.

Innan vallar gengur illa og utan vallar er mikil umræða um spillingu, mútumál og kynþáttafordóma hjá vallargestum.

Borislav Mihaylov sagði upp sem forseti sambandsins 2019 og Mihail Kasabov var tilkynntur sem bráðabirgðafoseti. Enn hafa ekki farið fram kosningar, vegna heimsfaraldursins.

Mihaylov mætti svo óvænt aftur í forsetastólinn og í ljós kom að afsögn hans hefði aldrei verið formlega samþykkt af stjórn sambandsins.

„Nú er ég úthvíldur og mættur aftur til að klára kjörtímabil mitt," sagði Mihaylov sem ætlaði að sitja þar til í febrúar 2022.

En Berbatov og hans menn kölluðu eftir neyðarkosningum og fengu nægilegan stuðning frá aðildarfélögum. Á morgun munu því fara fram kosningar.

508 félög eiga atkvæðisrétt og það eru sex í forsetaframboði. Það er þó reiknað með tveggja hesta kapphlaupi milli Mihaylov og Berbatov.

„Það er þörf á breytingum, búlgarskur fótbolti er á vondum stað. Ég er tilbúinn að taka á mig ábyrgð og leiða breytingarnar. Það þarf að breyta því hvernig staðið er að yngri fótbolta, það eru undirstöðurnar til að byggja ofan á," segir Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner