Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 11. október 2021 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Orra Hrafni - „Kemur bara allt í ljós"
Ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður U21 árs landsliðsins og Fylkis, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Mér líst gríðarlega vel á þetta verkefni, hópurinn er vel stemmdur og tilbúinn í þetta verkefni. Vikan hefur verið eins og alltaf, skoðum andstæðinginn, sjá hvar okkar möguleikar eru, og fínpússum það sem betur mátti fara í síðasta verkefni. Ég myndi segja að við eigum alltaf góðan möguleika á sigri, við erum með góðan hóp og förum inn í alla leiki til að fá öll stigin, sagði Orri.

Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar. Er þetta verkefni fín tilbreyting eftir erfitt tímabil með Fylki?

„Já, það er auðvitað gott að komast inn í nýjan hóp með góðum strákum, létta aðeins upp á stemninguna."

Var tímabilið í heild persónulega vonbrigði fyrir þig? „Að sjálfsögðu, það er ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda. Ég tel að við höfum verið með nógu gott lið til að halda okkur uppi."

Orri hefur verið orðaður við nokkur félög í efstu deild. Ert þú að fara spila með Fylki í næstefstu deild næsta sumar? „Það kemur bara allt í ljós, ég er bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna."

„Nei það er ekki forgangsatriði hjá mér,"
sagði Orri aðspurður hvort hann vildi frekar spila í efstu deild ef það tækifæri býðst.
Athugasemdir
banner
banner