Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 11. október 2021 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Orra Hrafni - „Kemur bara allt í ljós"
Ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður U21 árs landsliðsins og Fylkis, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Mér líst gríðarlega vel á þetta verkefni, hópurinn er vel stemmdur og tilbúinn í þetta verkefni. Vikan hefur verið eins og alltaf, skoðum andstæðinginn, sjá hvar okkar möguleikar eru, og fínpússum það sem betur mátti fara í síðasta verkefni. Ég myndi segja að við eigum alltaf góðan möguleika á sigri, við erum með góðan hóp og förum inn í alla leiki til að fá öll stigin, sagði Orri.

Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar. Er þetta verkefni fín tilbreyting eftir erfitt tímabil með Fylki?

„Já, það er auðvitað gott að komast inn í nýjan hóp með góðum strákum, létta aðeins upp á stemninguna."

Var tímabilið í heild persónulega vonbrigði fyrir þig? „Að sjálfsögðu, það er ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda. Ég tel að við höfum verið með nógu gott lið til að halda okkur uppi."

Orri hefur verið orðaður við nokkur félög í efstu deild. Ert þú að fara spila með Fylki í næstefstu deild næsta sumar? „Það kemur bara allt í ljós, ég er bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna."

„Nei það er ekki forgangsatriði hjá mér,"
sagði Orri aðspurður hvort hann vildi frekar spila í efstu deild ef það tækifæri býðst.
Athugasemdir
banner
banner