Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 11. október 2021 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Orra Hrafni - „Kemur bara allt í ljós"
Ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður U21 árs landsliðsins og Fylkis, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Mér líst gríðarlega vel á þetta verkefni, hópurinn er vel stemmdur og tilbúinn í þetta verkefni. Vikan hefur verið eins og alltaf, skoðum andstæðinginn, sjá hvar okkar möguleikar eru, og fínpússum það sem betur mátti fara í síðasta verkefni. Ég myndi segja að við eigum alltaf góðan möguleika á sigri, við erum með góðan hóp og förum inn í alla leiki til að fá öll stigin, sagði Orri.

Fylkir féll úr Pepsi Max-deildinni í sumar. Er þetta verkefni fín tilbreyting eftir erfitt tímabil með Fylki?

„Já, það er auðvitað gott að komast inn í nýjan hóp með góðum strákum, létta aðeins upp á stemninguna."

Var tímabilið í heild persónulega vonbrigði fyrir þig? „Að sjálfsögðu, það er ömurlegt að falla með uppeldisfélaginu og leiðinlegt hvernig þetta þurfti að enda. Ég tel að við höfum verið með nógu gott lið til að halda okkur uppi."

Orri hefur verið orðaður við nokkur félög í efstu deild. Ert þú að fara spila með Fylki í næstefstu deild næsta sumar? „Það kemur bara allt í ljós, ég er bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna."

„Nei það er ekki forgangsatriði hjá mér,"
sagði Orri aðspurður hvort hann vildi frekar spila í efstu deild ef það tækifæri býðst.
Athugasemdir
banner
banner