Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 11. október 2021 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Rafn: Sýnir sig best í Elíasi hvað það er stutt á milli
Icelandair
Hákon Rafn
Hákon Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vikan er búin að vera góð, við komum saman á mánudag og byrjuðum að æfa á þriðjudaginn. Svo er aðeins búið að minnka hópinn og ég held að allir séu klárir í leikinn á morgun," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður í U21 árs landsliðinu, fyrir æfingu í dag.

Framundan hjá U21 árs landsliðinu er leikur gegn Portúgal í undankeppni fyrir EM. Leikurinn fer fram á morgun, fer fram á Víkingsvelli og heft klukkan 15:00.

Hákon var ekki í U21 landsliðinu í septemper. Varstu svekktur með það?

„Davíð hringdi í mig og við spjölluðum alveg um þetta. Ég skildi alveg valið og þá pælingu. Elli [Elías Rafn Ólafsson] og Jökull [Andrésson] sem voru þá eru báðir frábærir."

„Maður sér Ella spila með landsliðinu í síðasta leik og kannski aftur í dag. Svekktur... ég veit það ekki, en auðvitað pirrandi,"
sagði Hákon.

Þessi uppgangur Elíasar er hann hvatning fyrir þig að gera vel? „Já, auðvitað. Það sést hvað er stutt á milli í þessu. Hann fær leik með Midtjylland, nokkra leiki og stendur sig mjög vel. Það sýnir sig akkúrat í þessu hvað það er stutt á milli."

„Hann er að setja danskan landsliðsmarkmann á bekkinn. Þá fær hann séns með A-landsliðinu og var flottur í síðasta leik,"
sagði Hákon.
Athugasemdir
banner