Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 11. október 2021 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir: Erfitt að koma úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er í U21 árs landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leik gegn Portúgal á morgun. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max-deildinni í síðasta mánuði eftir vonbrigðatímabil.

Fótbolti.net ræddi við Valgeir fyrir æfingu U21 árs liðsins í Víkinni í dag.

„Mér líst virkilega vel á leikinn á morgun. Þetta er virkilega spennandi leikur, skemmtilegt tækifæri fyrir okkur að mæta einni af stærstu þjóðum í heimi fótboltanum. Við getum 100% unnið þennan leik, við trúum því allir og við trúum að við getum unnið öll liðin. Við þurfum bara mæta 100% í leikinn, hafa trú á verkefninu og þá mun niðurstaðan koma," sagði Valgeir.

„Vikan er búin að vera virkilega skemmtileg. Gott að koma í landsliðsverkfni með þessum strákum, allir góðir vinir manns og maður hittir þá ekki oft. Það er gaman að komast í annað umhverfi."

Talandi um annað umhverfi, var þetta þungt tímabil með HK? „Þetta var hrikalega þungt tímabil með HK. Það var erfitt að koma heim úr atvinnumennsku og eiga svona tímabil. Það er gott að komast í annað umhverfi núna eftir tímabil sem gekk ekki eins vel og maður vildi."

Valgeir stóðst sjálfur ekki væntingar margra eftir tvö góð tímabil á undan. Hann lék með varaliði Brentford síðasta vetur en enska félagið ákvað að kaupa Valgeir ekki í vor og því lék hann á Íslandi í sumar.

Leikur U21 liðsins gegn Portúgal hefst klukkan 15:00 á morgun og fer fram á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner