Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Gott að fá Jasmín í hópinn - „Frábær leikmaður og persóna"
Icelandair
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jasmín Erla Ingadóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í dag þegar Ísland leikur við Portúgal í umspilinu fyrir HM.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Flautað verður til leiks klukkan 17:00 og þá verða taugarnar þandar hjá stuðningsfólki Íslands, en stelpurnar okkar eru að reyna að komast inn á HM í fyrsta sinn.

Jasmín, sem er 24 ára, gömul átti stórkostlegt sumar með Stjörnunni þar sem hún endaði sem markadrottning Bestu deildarinnar. Hún var kölluð inn í hópinn eftir að Elín Metta Jensen lagði skóna á hilluna.

„Hún hefur komið fínt inn í þetta, staðið sig fínt og sýnt fína hluti hérna," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Jasmín í viðtali í gær.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var einnig spurð út í innkomu Jasmín í hópinn.

„Hún er búin að standa sig gríðarlega vel. Jasmín er frábær leikmaður og persóna. Það er gott að fá hana í hópinn," sagði Berglind.

Það verður fróðlegt að sjá hvort markadrottning Bestu deildarinnar leiki sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er stelpurnar okkar berjast um það að komast inn á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Sjá einnig:
Skuggaframherjinn sem á skilið tækifæri með íslenska landsliðinu
Steini: Hún taldi það best fyrir alla að hún myndi stíga út úr þessu strax
Berglind Björg: Ég viðurkenni að þær komu mér pínu á óvart
Athugasemdir
banner
banner