Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 11. október 2023 12:49
Elvar Geir Magnússon
„Ekki boðlegt fyrir starfsliðið hérna“
Kristinn V. Jóhannsson.
Kristinn V. Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá  Laugardalsvelli í morgun.
Frá Laugardalsvelli í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar vinna baki brotnu þessa dagana enda landsleikir á næsta leyti. Að auki á Breiðablik að spila á vellinum í Sambandsdeildinni í næsta mánuði.

Unnið er við forneskjulegar aðstæður enda enginn undirhiti á Laugardalsvelli og veðrið á þessum árstíma býður ekki upp á að vallarflöturinn geti jafnað sig á skömmum tíma.

Endalaus umræða er um þörfina á nýjum þjóðarleikvangi en verkin hafa ekki verið látin tala.

„Þetta er mjög þreytt. Við vorum á sama stað fyrir tíu árum þegar Króatarnir komu hingað í umspil og það hefur ekkert gerst síðan. Að fara inn í hvert einasta haust og vetur vitandi af mögulegu umspili hér og þar. Þetta er ekki boðlegt fyrir starfsliðið hérna, hvað þá fyrir þá sem spila leikina," segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri Laugardalsvallar.

Við frostmark á leikdegi
Ísland leikur við Lúxemborg á Laugardalsvelli á föstudag og svo á sama stað gegn Liechtenstein á mánudag. Spáð er köldum föstudegi, hita við frostmarki og um 8 metrum á sekúndu þegar flautað verður til leiks á föstudaginn.

„Veðurspáin er ekkert spes, hún leggst ekkert vel í vallarstjórann," segir Kristinn.

„Þetta er erfitt. Völlurinn er þó að halda vel og vonandi heldur þetta þannig áfram. Það er mikill skilningur frá starfsliði landsliðsins, þjálfurunum og fleirum, við vinnum þetta saman,"

„Eins og spáin er í dag á að vera ansi kalt á föstudaginn. Við getum ekki spilað með dúk á vellinum. Eins og alþjóð veit erum við ekki með undirhita á þessum velli. Vonandi verður ekki eins kalt og spáin segir til um. Það verður bara að koma í ljós,"

Vill sjá hybrid-gras á vellinum
Það eru sex leikir framundan á Laugardalsvellinum fyrir árslok.

„Við tæklum kvennalandsleikina áður en við hugsum út í Sambandsdeildina. Við erum með ákveðið prógramm fyrir Sambandsdeildina og leigjum mögulega 'búbbluna' frægu. Fyrst og fremst er stefnan á að komast í gegnum þessa helgi og svo í lok október. Plönin okkar er einn dagur í einu, tveir dagar max því veðurspáin breytist," segir Kristinn.

KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður sagði í viðtali nýlega að þolinmæðin væri á þrotum.

Vanda talaði um möguleika á að setja gervigras á Laugardalsvöll en Kristinn vill helst sjá hybrid-gras á vellinum. Hybrid-gras er náttúrulegt grasi sem er styrkt af gervigrasi. Nánar er talað um það í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner