Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 10:54
Brynjar Ingi Erluson
Adi Hütter látinn fara frá Mónakó (Staðfest)
Mynd: EPA
Austurríski þjálfarinn Adi Hütter var látinn taka poka sinn hjá franska félaginu Mónakó í gær.

Hütter tók við Mónakó fyrir tveimur árum og stýrði liðinu í 93 leikjum í öllum keppnum.

Mónakó fór vel af stað á tímabilinu en svo hrundi formið og það aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum og var ákveðið að láta Hütter fara.

Þessi ákvörðun kemur á óvart en þjálfarinn náði frábærum árangri með liðið á báðum tímabilum sínum og tryggði því í topp þrjú sætin, en þolinmæðin er greinilega ekki mikil hjá Mónakó sem taldi þetta rétta tímann fyrir breytingar.

Sebastien Pocognoli, þjálfari Union SG í Belgíu, mun taka við keflinu af honum.


Athugasemdir