Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Erfitt fyrir Heimi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórar stórþjóðir úr fótboltaheiminum sem mæta til leiks í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld og má sjá byrjunarliðin hér fyrir neðan.

Portúgal tekur á móti Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í írska landsliðinu, en það er heitt undir Heimi eftir tap í Armeníu í síðasta landsleikjaglugga.

Stjörnum prýtt lið Portúgala er með sex stig eftir tvær umferðir. Írar eiga aðeins eitt stig.

Það er ekkert sem kemur á óvart hjá Portúgölum þar sem fertugur Cristiano Ronaldo leiðir sóknarlínuna með Pedro Neto og Bernardo Silva fyrir aftan sig. Rafael Leao, Joao Palhinha, Matheus Nunes og Goncalo Ramos eru meðal varamanna.

Heimir stillir upp fimm manna varnarlínu með Chiedozie Ogbene og Evan Ferguson í fremstu víglínu.

Spánn fær á sama tíma heimsókn frá Khvicha Kvaratskhelia, Georges Mikautadze, Giorgi Mamardashvili og félögum í landsliði Georgíu. Georgía er í harðri baráttu við Tyrkland um annað sæti riðilsins en Spánverjar eru í frábærri stöðu eftir þægilega sigra í Búlgaríu og Tyrklandi í september.

Mikel Merino og Martín Zubimendi leikmenn Arsenal byrja á miðjunni á meðan Mikel Oyarzabal, sem er í samkeppni við Orra Stein Óskarsson um framherjastöðuna hjá Real Sociedad, byrjar í fremstu víglínu. Kantmennirnir Nico Williams og Lamine Yamal eru fjarverandi vegna meiðsla og því fá Yeremy Pino og Ferran Torres tækifærið.

Ítalía heimsækir þá Eistland og þurfa lærisveinar Gennaro Gattuso á sigri að halda í baráttunni um annað sæti riðilsins. Annað sætið gefur þátttökurétt í umspili um sæti á HM.

Gattuso mætir til leiks með sóknarsinnað lið þar sem sóknarleikmennirnir Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Moise Kean og Mateo Retegui byrja allir inná vellinum.

Tyrkland spilar svo mikilvægan útileik við Búlgaríu og getur liðið tekið annað sæti riðilsins með sigri. Hakan Calhanoglu, Arda Güler og Kenan Yildiz eru meðal byrjunarliðsmanna í sterku landsliði sem tapaði þó heimaleik með sex marka mun gegn Evrópumeisturum Spánverja í síðustu umferð.

Að lokum eigast Serbía og Albanía við í hatrömmum grannaslag. Þar má finna menn á borð við Dusan Vlahovic, Lazar Samardzic og Aleksandar Mitrovic í byrjunarliði heimamanna.

Portúgal: Costa, Dalot, Inacio, Dias, Mendes, Vitinha, Neves, Fernandes, B.Silva, Neto, Ronaldo
Varamenn: R.Silva, Sa, A.Silva, Veiga, Trincao, Semedo, Palhinha, Ramos, Nunes, Goncalves, Leao, Conceicao

Írland: Kelleher, Manning, Collins, O'Shea, O'Brien, Coleman, Molumby, Cullen, Ebosele, Ogbene, Ferguson
Varamenn: Bazunu, Travers, Taylor, Smallbone, Parrott, McAteer, Johnston, Idah, Ferry, Egan, Dunne, Azaz



Spánn: Simon, Porro, Le Normand, Cubarsi, Cucurella, Merino, Zubimendi, Pedri, Torres, Pino, Oyarzabal
Varamenn: Remiro, Raya, Vivian, Rodriguez, Samu, Llorente, Iglesias, Grimaldo, A.Garcia, De Frutos, Barrios, Baena



Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Bastoni, Calafiori, Barella, Tonali, Dimarco, Orsolini, Raspadori, Kean, Retegui
Varamenn: Vicario, Carnesecchi, Udogie, Spinazzola, Mancini, Locatelli, Gabbia, Frattesi, Esposito, Cristante, Cambiaso, Cambiaghi



Tyrkland: Cakir, Celik, Demiral, Bardakci, Kadioglu, Kokcu, Calhanoglu, Guler, Aydin, Yildiz, Akturkoglu



Serbía: Petrovic, Milosavljevic, Veljkovic, Pavlovic, Zivkovic, Maksimovic, Stankovic, Kostic, Samardzic, Vlahovic, Mitrovic
Athugasemdir
banner
banner