Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Iris Ómarsdóttir skoraði og lagði upp gegn Inter
Kvenaboltinn
Mynd: Inter
Mynd: HB Köge
Mynd: Anderlecht
Það fóru leikir fram í kvennaboltanum í dag þar sem nokkrir Íslendingar komu við sögu. Hin norsk-íslenska Iris Ómarsdóttir var atkvæðamest með mark og stoðsendingu gegn stórveldi Inter.

Iris var í byrjunarliði Fiorentina gegn Inter í efstu deild ítalska boltans. Katla Tryggvadóttir sat allan tímann á bekknum en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á milli stanga Inter.

Cecilía er meðal allra bestu markvarða deildarinnar en hún réði ekki við Irisi í dag, þar sem hún lagði upp í fyrri hálfleik og skoraði svo í seinni hálfleik. Lokatölur 2-2.

Liðin mættust í 2. umferð á nýju deildartímabili og er Inter með fjögur stig eftir jafnteflið en þetta var fyrsta stig Fiorentina.

Emelía Óskarsdóttir kom þá inn af bekknum í frábærum sigri HB Köge á útivelli gegn Odense í efstu deild danska boltans.

Köge vann með fjögurra marka mun og trónir á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu á Fortuna Hjörring.

Þá var hin 16 ára gamla Rebekka Sif Brynjarsdóttir á varamannabekknum hjá Nordsjælland sem gerði jafntefli á útivelli gegn Midtjylland. Nordsjælland er í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Köge þegar aðeins níu umferðir eru búnar af tímabilinu.

Í belgíska boltanum var Vigdís Lilja Kristjánsdóttir á sínum stað í byrjunarliði Anderlecht sem gerði jafntefli á útivelli gegn Waregem. Anderlecht deilir toppsæti efstu deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir.

Að lokum kom Jason Daði Svanþórsson við sögu í karlaboltanum. Hann kom inn af bekknum í tapi Grimsby Town á heimavelli gegn Colchester í League Two deildinni. Grimsby er í umspilsbaráttu og hefði komist upp í 2. sæti deildarinnar með sigri.

Fiorentina 2 - 2 Inter
0-1 E. Polli ('41)
1-1 E. Snerle ('45+1)
2-1 Iris Ómarsdóttir ('49)
2-2 I. Santi ('91)

OB 0 - 4 HB Köge

Midtjylland 2 - 2 Nordsjælland

Waregem 1 - 1 Anderlecht

Grimsby 1 - 2 Colchester

Athugasemdir
banner
banner
banner