Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 11. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimmta þrenna Haaland á tímabilinu - 35 mörk í 21 keppnisleikjum
Norska undrabarnið Erling Braut Haaland er heldur betur að slá í gegn með RB Salzburg í Austurríki.

Hann skoraði í gær öll þrjú mörk Salzburg er liðið vann 3-0 útisigur á Wolfsberger AC. Þetta er hans fimmta þrenna á tímabilinu - hvorki meira né minna.

Haaland hefur verið sjóðandi heitur með toppliðinu í Austurríki, Salzburg, og er hann búinn að skora 15 mörk í 12 deildarleikjum á tímabilinu.

Haaland er búinn að skora 35 mörk í síðustu 21 keppnisleikjum sem hann hefur spilað.

Ljóst er að mörg liði munu sækjast eftir þjónustu Haaland í næstu félagaskiptagluggum. Hann er aðeins 19 ára.


Athugasemdir