Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 23:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að skilja Sterling og Gomez að á landsliðsæfingu
Sterling og Gomez.
Sterling og Gomez.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
England undirbýr sig fyrir landsleiki gegn Svartfjallalandi og Kósóvó. Á æfingu liðsins í dag lenti Joe Gomez og Raheem Sterling i hár saman. Þetta gerist degi eftir rifrildi þeirra á Anfield í deildarleik Manchester City og Liverpool í gær.

Sportsmail fékk þær fregnir að það hafi þurft að skilja leikmennina að. Leikur City og Liverpool hafi verið til umræðu og fór það illa ofan í annan- eða báða leikmennina.

Sterling leikur með City og Gomez með Liverpool, leikur liðanna endaði 3-1 í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar.

Sterling var ósáttur við Gomez í leiknum og fór upp að varnarmanninum og lét einhver orð falla. Í kvöld er því haldið fram að eitthvað sem byrjaði sem rólegar samræður um leik gærdagsins hafi farið úr böndunum og einhverjar stimpingar orðið milli leikmannanna.

Samherjar þeirra er sagðir hafa orðið hissa á hegðuninni og það hafi þurft að skerast í leikinn og skilja leikmennina að.

England er stigi frá því að tryggja sér sæti á EM. Southgate hefur til þessa haft það orð á sér að hafa náð að ýta frá öllum þeim erjum sem kunna að koma upp í innbyrðisbaráttu leikmanna landsliðsins í ensku deildarkeppninni þegar þeir koma til liðs við landsliðshópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner