banner
   mið 11. nóvember 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Mikael og Ísak Óli léku í bikarsigrum
Ísak heldur til Írlands
Ísak Óli Ólafsson á U21 landsliðsæfingu í haust
Ísak Óli Ólafsson á U21 landsliðsæfingu í haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú Íslendingalið eru komin áfram í sextán liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigra í dag.

OB vann 0-3 sigur á BSF þar sem Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB. Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi OB þar sem hann er í U21 landsliðshópnum sem mætir Ítalíu á morgun og Írlandi á sunnudag.

Sönderjyske vann 0-1 sigur á Skive þar sem sigurmarkið kom á 2. mínútu leiksins. Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn í liði OB. Hann fékk ekki leyfi frá félaginu til að taka þátt í U21 landsliðsverkefninu gegn Ítalíu en mun núna halda til Írlands til að taka þátt í U21 leiknum á sunnudag.

Þá vann Midtjylland 0-1 sigur á Köge. Mikael Neville Anderson lék allan leikinn með Midtjylland.

Seinna í dag leikur Esbjerg gegn Nykobing á útivelli, Lyngby sækir Slagelse heim og VSK Aarhus tekur á móti Horsens. Íslendingar eru á mála hjá Esbjerg, Lyngby og Horsens.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner