Valur staðfesti rétt í þessu á samfélagsmiðlum sínum þær fregnir að félagið hefði undirritað samkomulag við Hannes Þór Halldórsson um starfslok.
Fótbolti.net greindi frá þessum tíðindum fyrir rúmum tveimur klukkustundum síðan:
Hannes nær samkomulagi við Val um starfslok
„Knattspyrnufélagið Valur og Hannes Þór Halldórsson hafa undirritað samkomulag um starfslok og er Hannesi því frjálst að semja við önnur lið kjósi hann svo," segir í færslu Vals.
Fótbolti.net greindi frá þessum tíðindum fyrir rúmum tveimur klukkustundum síðan:
Hannes nær samkomulagi við Val um starfslok
„Knattspyrnufélagið Valur og Hannes Þór Halldórsson hafa undirritað samkomulag um starfslok og er Hannesi því frjálst að semja við önnur lið kjósi hann svo," segir í færslu Vals.
„Valur vill þakka Hannesi Þór fyrir góð þrjú ár sem færðu félaginu m.a. einn Íslandsmeistararatitil. Hannes seist kveðja leikmannahópinn með söknuði og þakkar Knattspyrnufélginu Val fyrir samstarfið," segir einnig í tilkynningunni.
Hannes er 37 ára markvörður og er sá markvörður sem spilað hefur flesta landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Með hann í markinu fór íslenska liðið á tvö stórmót.
Athugasemdir