Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, hefur þurft að gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni.
Það eru meiðsli að hrjá írska hópinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Englandi.
Það eru meiðsli að hrjá írska hópinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Englandi.
Saamus Coleman, Shane Duffy og Adam Idah hafa núna dregið sig úr leikmannahópnum vegna meiðsla.
Matt Doherty, leikmaður Wolves, Jake O'Brien hjá Everton og Ryan Manning hjá Southampton hafa verið kallaðir inn í hópinn í staðinn. Það er ágætis breidd að geta kallað upp þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni.
Heimir sagði í síðasta mánuði að Doherty hefði ekki verið glaður með að vera ekki valinn í hópinn. Doherty, sem er 32 ára, hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Úlfunum en hann er mættur aftur núna.
Athugasemdir