Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 09:44
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Aron inn í U21 landsliðið
Þorsteinn Aron Antonsson.
Þorsteinn Aron Antonsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur kallað Þorstein Aron Antonsson inn í hópinn sem leikur vináttulandsleik gegn Póllandi á Pinatar Spáni næsta sunnudag.

Þorsteinn Aron er varnarmaður sem lék með HK í Bestu deildinni í sumar, á láni frá Val. Hann er uppalinn Selfyssingur.

Hlynur Freyr Karlsson var um helgina kallaður upp í A-landsliðið fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Adolf Daði Birgisson vængmaður Stjörnunnar var á fimmtudag kallaður inn í U21 í stað Hinriks Harðarsonar sem er meiddur. Þá kom Ásgeir Orri Magnússon markvörður Keflavíkur inn í hópinn eftir að Lúkas J. Blöndal Petersson var kallaður upp í A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner